Enski boltinn

Lampard vill sjá Kane fá fyrirliðabandið á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leiðir Kane Englendinga út í fyrsta leik á HM?
Leiðir Kane Englendinga út í fyrsta leik á HM? vísir/getty

Harry Kane ætti að vera fyrirliði enska landsliðsins. Þetta segir fyrrum miðjumaður landsliðsins og Chelsea, Frank Lampard, einn af spekingum BBC fyrir HM í sumar.

Kane skoraði 41 mark fyrir Tottenham í öllum keppnum í vetur en Tottenham endaði í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið. Kane hefur verið magnaður síðustu þrjár leiktíðir og skorað 135 mörk.

„Kane er aðlaðandi og hefur verið ótrúlegur síðustu þrjár leiktíðir. Allir vita hvað hann getur. Þarna sérðu leikmenn sem mun byrja alla leiki Englands,” sagði Lampard.

Kane og Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, eru taldir líklegastir til að fá bandið frá Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins.

„Southgate mun líklega ekki segja það um neinn leikmann að hann muni byrja alla leikina en miðað við það sem Kane heufr gert þá er hann líklegur.”

„Það eru engin vandamál hvað varðar persónuleika hans eða hvernig hann spilar. Hver sem fær bandið, hann eða Henderson, þá eru þeir tveir sem koma til greina og liðið flykkist á bakvið þá.”

Enski hópurinn fyrir HM verður tilkynntur í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.