Handbolti

Tap í framlengingu og West Wien úr leik

Ólafur Bjarki og félagar eru úr leik.
Ólafur Bjarki og félagar eru úr leik. vísir/getty

West Wien er úr leik í úrslitakeppninni um austurríska meistaratitilinn í handbolta en liðið féll úr leik gegn Apla Hard í oddaleik í undanúrslitaeinvíginu í kvöld.

Lokatölur urðu 28-27 en framlengja þurfti leikinn eftir að staðan var 24-24 eftir venjulegan leiktíma. Grátlegur endir.

Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk, Ólafur Bjarki Ragnarsson eitt og þjálfari liðsins er Hannes Jón Jónsson.

Liðið tapaði einnig í undanúrslitum austurríska bikarsins svo undanúrslitin ekki góð þetta árið fyrir West Wien.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.