Enski boltinn

Guardiola er stjóri ársins á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep með Englandsmeistarabikarinn.
Pep með Englandsmeistarabikarinn. vísir/getty

Knattspyrnustjórar á Englandi hafa útnefnt Pep Guardiola, stjóra Man. City, stjóra ársins og það kemur nákvæmlega engum á óvart.

Undir stjórn Guardiola varð City enskur meistari með fádæma yfirburðum og náði 100 stigum og skoraði 106 mörk í deildinni. Ótrúlegt afrek. City varð einnig deildabikarmeistari.

Jürgen Klopp (Liverpool), Sean Dyche (Burnley), Nuno Espirito (Wolves), Neil Warnock (Cardiff), John Coleman (Accrington Stanley) voru einnig tilnefndir þetta árið.

Warnock fékk sérstök verðlaun fyrir að komast upp um deild í áttunda sinn á ferlinum og Sam Allardyce var tekinn inn í heiðurshöll stjóra á Englandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.