Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og kynna efni Peningamála.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og kynna efni Peningamála. Vísir/Seðlabanki Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti á opnum fundi klukkan tíu. Vísir miðlar streymi Seðlabankans í beinni útsendingu.

Nefndin hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25 prósent.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og meðlimur í peningastefnunefnd, gera grein fyrir ákvörðun nefndarinnar og kynna efni Peningamála.

„Horfur eru á minnkandi spennu í þjóðarbúskapnum. Eigi að síður er áfram þörf fyrir peningalegt aðhald til að halda aftur af örum vexti innlendrar eftirspurnar. Dregið hefur úr hættu á ósjálfbærum launahækkunum til skamms tíma litið en undirliggjandi spenna á vinnumarkaði er enn til staðar,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar.

Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×