Erlent

Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Ísraelska þingið, eða Knesset
Ísraelska þingið, eða Knesset Vísir/EPA

Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. Þannig vilja þingmennirnir refsa Tyrkjum fyrir að gagnrýna Ísrael og reka sendiherra þeirra heim eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag.

Erdogan Tyrklandsforseti formælti Ísraelsmönnum og Netanyahu forsætisráðherra, sem svaraði með því að fordæma Erdogan sem stuðningsmann Hamas.

Ísraelski þingmaðurinn Itzik Shmuly er einn tveggja flutningsmanna frumvarpsins og hann segir tímabært að Ísrael viðurkenni þjóðarmorðin til að sýna fram á hræsni Tyrkja. Ísraelsmenn muni ekki láta slátrara á borð við Erdogan lesa yfir sér um siðferði á sama tíma og hersveitir hans varpi sprengjum á þúsundir Kúrda.

Verði frumvarpið samþykkt yrði Ísrael þrítugasta ríki heims til að formlega viðurkenna og fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum.


Tengdar fréttir

Spennustigið hátt í Jerúsalem

Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.