Handbolti

Tandri Már í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tandri Már í eldlínunni með íslenska landsliðinu.
Tandri Már í eldlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/anton

Tandri Már Konráðsson eru komnir í úrslitinn um danska meistaratitilinn eftir að liðið vann átta marka sigur, 38-30, á GOG í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum.

GOG komst yfir í einvíginu en Skjern jafnaði metin í síðasta leik. Það leit ekki vel út í kvöld og var GOG meðal annars þremur mörkum undir í hálfleik.

Skjern tók sig saman í andlitinu í hálfleik og skoraði 24 mörk í síðari hálfleik gegn einungis þrettán mörkum frá gestunum í GOG.

Deildarmeistararnir eru því komnir í úrslitaeinvígið gegn Bjerringbro-Silkeborg en GOG spilar við Aron Kristjánsson og lærisveina í Álaborg um bronsið.

Tandri Már komst ekki á blað en hann stendur vaktina í varnarleiknum. Anders Eggert, hinn stórkostlegi hornamaður skoraði tíu mörk fyrir Skjern.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.