Viðskipti innlent

Íslendingar heiðraðir fyrir byggingu ársins í Noregi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló.
Fulltrúar Verkís og ARKÍS-arkitekta, ásamt fulltrúum Asker sveitarfélagsins og byggingaverktakans Trio Entreprenør, tóku við verðlaununum á hátíðarkvöldverði norska byggingariðnaðarins á Radisson BLU Plaza hótelinu í Osló. Verkís/bygg.no

Ný sundhöll, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni í útjaðri Oslóborgar, hefur verið valin bygging ársins í Noregi. Byggingin þykir leggja ný viðmið í orkunotkun og vistvænni hönnun. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. 

Þau hjá verkfræðistofunni Verkís eru raunar svo montin af byggingunni að þau héldu sérstaka ráðstefnu um hana í dag í húsakynnum sínum við Ofanleiti í Reykjavík. Þar var gestum boðið að ganga inn í sýndarheim og skoða mannvirkið að utan sem innan. 

Sundhöllin í Asker við Oslóarfjörð. Mynd/Verkís.

„Þetta er íslensk hönnun frá A til Ö,“ segir Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. 

Sundhöllin reis í bænum Holmen í Asker-fylki á vinsælu útivistarsvæði við innanverðan Oslóarfjörð. 

„Það gerði þá kröfur á okkur sem arkitekta að við myndum finna lausnir til þess að gefa til baka ekki minna en það sem tekið var frá svæðinu,“ segir Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS.

Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá ARKÍS. Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Það var meðal annars gert með því að hafa þak byggingarinnar sem grænt svæði opið almenningi. 

„Þar er græn grasflöt sem hallar á móti suðri og gefur gríðarlegt útsýni yfir Oslóarfjörðinn,“ segir Aðalsteinn.

Hallandi torfþak á sundhöllinni er aðgengilegt almenningi. Mynd/Verkís.

Þá þykir orkuöflun fyrir sundhöllina til fyrirmyndar. Orkan verður til á staðnum í gegnum sólarsellur og varmadælur með fimmtán orkubrunnum á lóðinni sem ná niður á 200 metra dýpi. 

„Þarna erum við með sólfangara í bílastæðum. Við erum með sólarsellur, 650 fermetra, á byggingunni. Og síðan er mikið lagt upp úr varmaendurvinnslu inni í byggingunni sjálfri,“ segir Eiríkur.

Sólfangari á reiðhjóla- og bílastæði sundhallarinnar. Mynd/Verkís.

Svo hrifnir eru Norðmenn að þeir völdu sundhöllina sem byggingu ársins 2017 í Noregi. 

„Þetta er ekki bara sem arkitektúr, - þetta er líka gríðarlega tæknilega flókið verkefni,“ segir Aðalsteinn.

„Þetta er náttúrlega gríðarleg viðurkenning og kannski stökkpallur fyrir það teymi sem að þessu kom, fyrir framtíðarverkefni,“ segir Eiríkur.

Eiríkur Steinn Búason, verkfræðingur hjá Verkís. Stöð 2/Sigurjón Ólason.

Sundhöllin kostaði 3,6 milljarða íslenskra króna. 

Hér má sjá frétt Stöðvar 2:Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.