Skoðun

Að komast heim

Jón Sigurðsson skrifar
Allir hafa samúð með palestínskum almenningi, ekki síst fólkinu á Gazasvæðinu. Að vísu er efast um áhuga Egypta og Jórdaníumanna á að sýna velvild sína í verki. Meginkrafa Palestínumanna er „Réttur til að koma aftur heim“. En menn gleyma oft því að þetta merkir: Rekum Gyðingana burt, í sjóinn með þá, drepum þá alla....

Ísraelsríki var stofnsett 14. maí 1948, að ákvörðun Sameinuðu Þjóðanna. Nágrannaríkin réðust þegar í stað með herafla á nýja ríkið. Ísraelsmenn höfðu betur og færðu landamæri sín út. Rúmlega 700 þúsund Palestínumenn hröktust brott eða kusu að fara.

Um 850 þúsund Gyðingar frá Arabaríkjunum voru hraktir til Ísraels eða kusu að flytjast þangað. Eins og Palestínumennirnir urðu þessir Gyðingar að skilja eigur sínar eftir, allar fasteignir og annað.

Skyldmenni þessara Gyðinga mynda meirihluta kjósenda í Ísrael. Þeir sjá ekki ástæðu til að rýma upp á nýtt fyrir Palestínumönnum eftir að hafa yfirgefið fyrri heimkynni í Arabalöndunum og skilið eigur sínar eftir þar.

Gyðingar hafa alltaf búið í Landinu Helga, á tímabilum sem minnihluti. Þeim hefur fjölgað þar frá 16. öld en þá fengu þeir boð stjórnvalda í Tyrkjaveldi. Þeir keyptu og byggðu hús, lóðir og jarðir. Á 19. öld hófust árekstrar þeirra og Palestínumanna sem töldu umsvif Gyðinganna orðin of mikil. Árið 1917 gáfu Bretar, sem þá voru landsdrottnar, Gyðingum staðfestingu þess að þeir gætu myndað þjóðarheimili í Landinu Helga.

En fleiri en Palestínumenn hafa lent í hrakningum. Í þeim hópi eru Armenar og Kúrdar, Indverjar og Pakistanar, Grikkir og Tyrkir, Þjóðverjar, Pólverjar og fleiri. Og kristnir menn hafa flúið brott úr Arabalöndunum á umliðnum áratugum, en þeir voru þar fjölmennur minnihlutahópur.

Ísraelsmenn vita fullvel að málið snýst um líf og framtíð þjóðarinnar - eða gereyðingu. Þeir hafa líka lært að hunsa fagurgala Evrópumanna.

Höfundur er fv. skólastjóri




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×