Fótbolti

Buffon ætlar að kveðja í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er komið að kveðjustund hjá þessum mikla meistara.
Það er komið að kveðjustund hjá þessum mikla meistara. vísir/getty

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum þá mun markvörðurinn Gianluigi Buffon halda blaðamannafund í dag þar sem hann greinir frá því að skórnir séu farnir upp í hillu hjá sér.

Hinn fertugi Buffon varð Ítalíumeistari sjöunda árið í röð á dögunum með Juventus. Hann á aðeins eftir að spila einn leik með liðinu en lokaumferð ítölsku deildarinnar fer fram um næstu helgi.

Blaðamannafundur Buffon verður í kringum hádegið og má reikna má því að þar megi sjá tár á hvarmi.

Leikurinn um næstu helgi verður leikur númer 640 hjá honum í ítölsku deildinni. Hann er svo búinn að spila 176 landsleiki fyrir Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.