Fótbolti

Sonur Marcelo sýndi lipur tilþrif með leikmönnum Real | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Marcelo er hér með syni sínum sem virðist eiga framtíðina fyrir sér.
Marcelo er hér með syni sínum sem virðist eiga framtíðina fyrir sér. vísir/getty

Sonur bakvarðar Real Madrid, Marcelo, er orðinn internetstjarna þökk sé mögnuðu  myndbandi sem faðir hans setti á Instagram.

Þar er sonurinn að leika sér með leikmönnum Real í búningsklefanum. Hann skallar bolta með þeim flestum og endar að skalla boltann ofan í handklæðakörfu.

Mögnuð tilþrif enda skrifaði pabbinn að hann væri stoltur sem og að Real Madrid væri fjölskylda.

1,6 milljónir manna eru þegar búin að horfa á myndbandið hér að neðan.


 
Orgulho do papai!!  @enzoalvesv Isso aqui é uma familia!!! @realmadrid
A post shared by Marcelo Vieira Jr. (@marcelotwelve) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.