Erlent

Fangar í einu alræmdasta fangelsi Venesúela gerðu uppreisn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Aðgerðasinnar segja að fangar hafi tekið stjórnin í einu alræmdasta fangelsi Venesúela þar sem pólitískum föngum er aðallega haldið.

Fréttirnar berast aðeins nokkrum dögum áður en forsetakosningar fara fram í landinu þar sem íbúar Venesúela ganga að kjörborðinu á sunnudag. Kosningarnar eru umdeildar þar sem fjölmargir telja þær ólögmætar, þar á meðal bandarísk yfirvöld, Evrópusambandið og ríkisstjórnir Brasilíu, Kólumbíu og Mexíkó.

Fangelsið er í El Helicoide, stórri byggingu sem var upphaflega verslunarmiðstöð en var breytt í höfuðstöðvar leyniþjónustu Venesúela. Byggingin hefur orðið að nokkurs konar tákni fyrir hrun efnahagslífsins í landinu og einræðistilburði Nicolás Maduro, forsetans sem nú sækist eftir endurkjöri í kosningunum umdeildu.

Á vef Guardian er haft eftir Roderick Navarro, venesúelskum aðgerðarsinna sem er í útlegð, að fangarnir hafi tekið stjórnina í fangelsinu í gærdag eftir að hafa oboðið það sem fangarnir segja að séu barsmíðar og pyntingar gagnvart einum fanganum.

Hafði Navarro rætt við fangana sem gerðu uppreisn í fangelsinu. Hann sagði þá berjast fyrir frelsi, heilbrigðisþjónustu og mannréttindum. Þeir vilji að ofbeldinu í fangelsinu linni.

Annað í tengslum við uppreisn fanganna var óljóst í gærkvöldi en Navarro sagði að þeir óttist mikið ofbeldi þegar fangelsismálayfirvöld reyna að ná stjórn í fangelsinu.


Tengdar fréttir

Kellogg flýr frá Venesúela

Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.