Erlent

Neyðarfundur vegna útbreiðslu ebólu í Kongó

Kjartan Kjartansson skrifar
Tugir tilfella ebólu hafa greinst í Kongó undanfarið.
Tugir tilfella ebólu hafa greinst í Kongó undanfarið. Vísir/AFP
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) efnir til neyðarfundar sérfræðinga á morgun vegna nýlegrar útbreiðslu ebólu í Kongó og mögulegrar hættu fyrir önnur ríki. Markmið stofnunarinnar er að koma böndum á útbreiðsluna sem fyrst.

Sérfræðinganefnd WHO mun ákveða hvort ástæða sé til að lýsa yfir „lýðheilsuneyðarástandi með alþjóðleg áhrif“. Það þýddi að frekari alþjóðleg aðstoð, rannsóknir og fjármunir til að bregðast við, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Alls hafa 44 staðfest og möguleg tilfelli ebólu greinst í Kongó undanfarið og 23 hafa látist. Eitt tilfelli greindist í borginni Mbandaka þar sem ein milljón manna býr.

Á tólfta þúsund manna lést í ebólafaraldri sem geisaði í Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu frá 2014 til 2016. Þá tók það WHO fleiri mánuði að kalla saman sérfræðinga til neyðarfundar. Ætlunin nú er sögð að kæfa faraldurinn strax í fæðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×