Íslenski boltinn

Frestað í Vesturbænum og Keflavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ekki verður leikið á Alvogenvellinum í dag
Ekki verður leikið á Alvogenvellinum í dag vísir/anton brink

Búið er að fresta leikjunum tveimur sem áttu að fara fram klukkan 19:15 í Pepsi deildinni í kvöld, leik KR og Breiðabliks annars vegar og Keflavík og Fjölnis hins vegar.

Veðurspáin fyrir kvöldið er ekki góð og er leikjunum frestað á grundvelli hennar, spáð er miklu roki og rigningu.

Leikirnir hafa báðir verið færðir aftur um einn dag, samkvæmt núverandi dagskrá eru þeir á klukkan 19:15 á morgun.

Ekki hafa borist neinar upplýsingar um frestun á hinum leikjunum tveimur sem eiga að hefjast klukkan 18:00. Fylkir og ÍBV leika í Egilshöllinni og því allar líkur á að hann fari fram eins og áætlað var. Þá mætast FH og KA í Kaplakrika og verður sá leikur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3, nema til frestunar komi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.