Völdin innan seilingar fyrir popúlista og öfgaflokka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 17. maí 2018 18:30 Vel hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum popúlistaflokksins Fimmstjörnuhreyfingarinnar og öfga-hægriflokksins Fylkingarinnar undanfarna daga og vikur. Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, tilkynnti blaðamönnum í dag að jafnvel verði stjórnarsáttmáli undirritaður í kvöld. Ríkisstjórnin yrði tímamót í ítölskum stjórnmálum en þetta yrði í fyrsta sinn sem aðrir flokkar en hinir hefðbundnu mið vinstri- og hægriflokkar stjórna landinu. Ennfremur yrði þetta í fyrsta sinn sem flokkar andsnúnir Evrópusambandinu stjórna stofnríki sambandsins. Þeir eiga enn eftir að semja um það hvaða flokkur fer með forsætisráðuneytið en að öllum líkindum verður það annað hvort Di Maio eða Matteo Salvini, leiðtogi Fylkingarinnar. Nái flokkarnir saman er líklegt að þeir muni herða innflytjendalöggjöfina sem um munar og reka tugi ef ekki hundruði þúsunda flóttamanna og ólöglega innflytjendur úr landi. Embættismenn Evrópusambandsins eru uggandi yfir tilhugsuninni. Fyrir kosningar höfðu flokkarnir tónað niður Evrópuandúðina en nú þegar völdin eru innan seilingar hafa flokkarnir viðrað hugmyndnir á borð við að endursemja eigi um sáttmála Evrópusambandsins, koma á reglugerðum til að ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og draga eigi úr útgjöldum Ítalíu til sambandsins. Þó hafa flokkarnir ekki talað fyrir því að Ítalía segi sig úr sambandinu líkt og Bretland en hafa hallast að því að Ítalíu myndi vegna betur utan evrusvæðisins. Þó að sáttmáli verði undirritaður í kvöld þarf enn að bera hann undir Sergio Mattarella, forseta landsins, sem fær lokaorðið við myndun ríkisstjórnar. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Vel hefur gengið í stjórnarmyndunarviðræðum popúlistaflokksins Fimmstjörnuhreyfingarinnar og öfga-hægriflokksins Fylkingarinnar undanfarna daga og vikur. Luigi Di Maio, leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar, tilkynnti blaðamönnum í dag að jafnvel verði stjórnarsáttmáli undirritaður í kvöld. Ríkisstjórnin yrði tímamót í ítölskum stjórnmálum en þetta yrði í fyrsta sinn sem aðrir flokkar en hinir hefðbundnu mið vinstri- og hægriflokkar stjórna landinu. Ennfremur yrði þetta í fyrsta sinn sem flokkar andsnúnir Evrópusambandinu stjórna stofnríki sambandsins. Þeir eiga enn eftir að semja um það hvaða flokkur fer með forsætisráðuneytið en að öllum líkindum verður það annað hvort Di Maio eða Matteo Salvini, leiðtogi Fylkingarinnar. Nái flokkarnir saman er líklegt að þeir muni herða innflytjendalöggjöfina sem um munar og reka tugi ef ekki hundruði þúsunda flóttamanna og ólöglega innflytjendur úr landi. Embættismenn Evrópusambandsins eru uggandi yfir tilhugsuninni. Fyrir kosningar höfðu flokkarnir tónað niður Evrópuandúðina en nú þegar völdin eru innan seilingar hafa flokkarnir viðrað hugmyndnir á borð við að endursemja eigi um sáttmála Evrópusambandsins, koma á reglugerðum til að ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og draga eigi úr útgjöldum Ítalíu til sambandsins. Þó hafa flokkarnir ekki talað fyrir því að Ítalía segi sig úr sambandinu líkt og Bretland en hafa hallast að því að Ítalíu myndi vegna betur utan evrusvæðisins. Þó að sáttmáli verði undirritaður í kvöld þarf enn að bera hann undir Sergio Mattarella, forseta landsins, sem fær lokaorðið við myndun ríkisstjórnar.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira