Enski boltinn

Guardiola framlengir við Manchester City

Einar Sigurvinsson skrifar
Pep með Englandsmeistarabikarinn.
Pep með Englandsmeistarabikarinn. vísir/getty

Knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola, hefur framlengt samning sinn við Englandsmeistarana um tvö ár. Hann er því samningsbundinn Englandsmeisturunum til ársins 2021, en hann átti eitt ár eftir að samningi sínum við liðið.

Ljúki Guardiola samningi sínum hjá Manchester City mun hann hafa verið hjá liðinu í fimm ár. Það yrði einu ári lengur en hann var knattspyrnustjóri aðalliðs Barcelona og tveimur árum lengur en hann var við stjórnvölinn hjá Bayern Munich.

„Ég er mjög ánægður og spenntur. Ég nýt þess að vinna með leikmönnum okkar á hverjum degi og við munum reyna að gera okkur besta á næstu árum. Meðalaldur liðsins er 23 ár og við viljum halda áfram að taka skref áfram og byggja á árangri þessa tímabils,“ sagði Guardiola við undirritun samningsins.

Manchester City var ekki í erfiðleikum með að sigra ensku úrvalsdeildina í vetur en liðið setti met þegar það náði 100 stigum. Var liðið 19 stigum á undan nágrönnum sínum í Manchester United sem enduðu tímabilið í 2. sæti deildarinnar með 81 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.