Fótbolti

Wilshere: Ég hefði átt að vera í hópnum

Einar Sigurvinsson skrifar
Jack Wilshere.
Jack Wilshere. vísir/getty
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, hefur líst yfir vonbrigðum sínum með að vera ekki valinn í lokahóp Englands fyrir Heimsmeistaramótið sem fram fer í Rússlandi í sumar.

„Ég held að það sé kominn tími til þess að ég segi mína skoðun. Það þarf ekki að taka það fram að ég er gríðarlega vonsvikinn með það að hafa ekki verið valinn í lokahóp Englands fyrir Heimsmeistaramótið,“ segir Wilshere á Twitter síðu sinni í dag.

„Mér finnst ég hafa verið í formi og sterkur allt þetta tímabil. Ég trúi því að ég hefði átt að vera hluti af hópnum. Ef ég hefði fengið tækifærið hefði ég getað haft alvöru áhrif.“

Jack Wilshere var laus við meiðsli á liðnu tímabili þar sem hann lék 40 leiki fyrir Arsenal. Í þeim skoraði hann tvö mörk auk þess að gefa sjö stoðsendingar.

„Samt sem áður ber ég virðingu fyrir ákvörðun þjálfarans og vil fá að óska liðinu alls hins besta á mótinu. Ég verð alltaf stuðningsmaður Englands og mun styðja strákana ásamt þjóðinni,“ segir Wilshere.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×