Í helgreipum Hamas Raphael Schutz skrifar 18. maí 2018 09:18 Þegar fólk er óánægt með ástandið sem það býr við, hvort sem það er af pólitískum, efnahagslegum eða þjóðfélagslegum ástæðum, þá er eðlilegast að það gagnrýni stjórn landsins. En í Gaza, sem er stjórnað af óvægnum samtökum; Hamas, sem aðhyllast íslamstrú á öfgafullan hátt er það ekki hægt. Mótmælin á Gaza sem fjallað hefur verið um í öllum fjölmiðlum undanfarið, eru einmitt skipulögð af þessum hryðjuverkasamtökum og beinast gegn þjóð sem hefur engin stjórnarítök á Gaza og hefur margsinnis rétt fram sáttarhönd. Þessi þjóð er Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas hefur verið með stjórnartaumana á Gaza-ströndinni allt frá árinu 2007. Þetta var blóðugt valdarán, en liðsmenn Hamas myrtu þá embættismenn þáverandi Palestínustjórnar. Frá því að herdeild Hamas tók völdin í landinu hafa liðsmenn hennar beitt allri sinni orku, ítökum og aðföngum til að ná sínu æðsta markmiði: Byggja upp innviði landsins á öfgagrunni hryðjuverkasamtakanna með það að markmiði að vinna Ísraelsku þjóðinni og borgurum hennar mein, hvað sem það kynni að kosta. Hamas nýtur góðs fjárstuðnings frá Íran. Samtökin sjá til þess að ungt fólk læri að hata Gyðinga og Ísrael; undirbýr það undir að verða hryðjuverkamenn og notar það um leið sem einskonar mannlega skildi. Með öfga-íslamska hryðjuverkastjórn rétt hinum megin við landamærin, sem er staðráðin í að eyða Ísraelsríki, er engin furða að ísraelskir ríkisborgarar þurfa að njóta stöðugrar verndar. Rafmagn, vatn og alls kyns vistir eru fluttar frá Ísrael yfir til Gaza í gegnum landamærastöðvar til að hjálpa íbúum Gaza. Hamas reynir einnig ítrekað að smygla vopnum yfir landamærin og því er farmur vöruflutningabifreiða skoðaður áður en þeir fá að fara gegnum þau. Þetta er auðvitað gert til að tryggja að engin vopn eða hernaðartæki sem valdið geta skaða komist yfir til hryðjuverkamannanna. Þrátt fyrir það þessum nauðsynjavörum er ætlað að hjálpa íbúum Gaza, hafa Hamas samtökin margoft valdið skemmdum á birgðageymslum og beinir stöðugt miklu magni af þeim vistum sem ætlaðar eru íbúum Gaza annað, til að styrkja stoðir hryðjuverkastarfseminnar. Hamas heldur þannig íbúum Gaza í helgreipum. Á barmi örvæntingar búa íbúarnir við sífellt lækkandi lífsskilyrði. Samtökin sannfæra íbúana um að það sé Ísrael sem eigi sökina á nauðsynjaskortinum. Þetta skilar tilætluðum árangri því að hatur gegn Ísrael blossar upp í kjölfarið og íbúar eru viljugri til að gera atlögu að Ísrael. Áætlanir Hamas röskuðust þegar Ísraelum tókst að þróa tækni sem gat varist flugskeytaárásum frá Gaza (t.d. Járnhvolfið) og hjálpaði þeim að finna jarðgöng hryðjuverkamanna - jarðgöng sem Ísraelar eyða nú markvisst. Þessi röð áfalla sem leitt hafa til ósigra Hamas í undanförnum árásarlotum þeirra gegn Ísrael í kjölfarið hafa gert þeim erfitt fyrir að uppfylla ætlunarverk sitt: Að framkvæma hryðjuverk gegn Ísrael. Þar sem nú gengur illa í landhernaði hefur Hamas snúið sér að fjölmiðlum sem leggja yfirleitt aðal áherslu á blóð og mannfall. Sigur Hamas endurspeglast í fjölda látinna Palestínumanna, en dauði þeirra er ekki síður sigur fyrir þá en fallnir Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas vita vel að setur dauðsföll Palestínumanna setja alþjóðlegan þrýsting á Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas notar því líf saklausra íbúa á Gaza sem tæki til að ná áformum sínum - að þurrka Ísrael af landakortinu. Einmitt nú í yfirstandandi mótmælum notar Hamas saklausa borgara, þ.á.m. konur og börn í röð vel skipulagðra aðgerða sem tugir þúsunda taka þátt í. Íbúum er beint að taka sér stöðu í fremstu víglínu þar sem þeir eru umkringdir hryðjuverkamönnum. Hamas hefur þá sagt þessum þátttakendum að vera vopnaðir byssum og hnífum til að skera sundur girðinguna, fara yfir landamærin til að ráðast á og nema brott Ísraela. Hamas hefur gefið þessari aðgerð yfirskriftina „The Great March of Return“ eða „Ganga endurkomunnar miklu„ - en með „endurkomu“ er átt við allt landsvæði Ísrael. Með öðrum orðum, myndun Palestínuríkis sem yrði ekki við hlið Ísraelsríkis, heldur ríkis sem kæmi í stað þess. Ísrael hefur með öllum ráðum reynt að halda þessum ofbeldisfullu aðgerðum í skefjum og um leið í lengstu lög reynt að fyrirbyggja mannfall. Fulltrúar Ísrael hafa haft samband við fulltrúa annarra landa og ríkja og beðið þá um að hafa áhrif á aðgerðir Hamas ásamt því að nota alls kyns viðurkenndar leiðir til að tvístra mannfjöldanum án þess að stofna lífum í hættu. Þegar allt annað bregst í kringumstæðum þar sem ofbeldið er orðið þvílíkt og engin leið að beisla fjöldauppþotin með öðrum hætti er gripið til þeirra örþrifaráða að beita skotvopnum. Að vernda ísraelska borgara gegn innrás mikils fjölda ofbeldisfullra árásarmanna er æðsta forgangsverkefni varnarsveitar Ísraels. Ef þúsundum manna með ofbeldi og eyðileggingu að markmiði væri hleypt yfir landamærin, myndu þeir á örfáum mínútum komast inn í ísraelska bæi sem staðsettir eru rétt við landamærin. Mannfall yrði þá mun meira en það hefur verið fram að þessu. Ekkert sjálfstætt ríki í heiminum getur setið hjá á örlagastund - þegar mannskæð ógn steðjar að íbúum þess. Það sorglega er að mannfallið af völdum Hamas á Gaza-svæðinu er algjörlega óþarft. Ísrael hefur aftur og aftur rétt fram sáttarhönd sína til Gaza með það að marki að koma á friði. En jafnoft hefur hryðjuverkastjórn Hamas svarað fyrir sig með hryðjuverkum. Raphael Schutz Sendiherra Ísraels í Noregi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk er óánægt með ástandið sem það býr við, hvort sem það er af pólitískum, efnahagslegum eða þjóðfélagslegum ástæðum, þá er eðlilegast að það gagnrýni stjórn landsins. En í Gaza, sem er stjórnað af óvægnum samtökum; Hamas, sem aðhyllast íslamstrú á öfgafullan hátt er það ekki hægt. Mótmælin á Gaza sem fjallað hefur verið um í öllum fjölmiðlum undanfarið, eru einmitt skipulögð af þessum hryðjuverkasamtökum og beinast gegn þjóð sem hefur engin stjórnarítök á Gaza og hefur margsinnis rétt fram sáttarhönd. Þessi þjóð er Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas hefur verið með stjórnartaumana á Gaza-ströndinni allt frá árinu 2007. Þetta var blóðugt valdarán, en liðsmenn Hamas myrtu þá embættismenn þáverandi Palestínustjórnar. Frá því að herdeild Hamas tók völdin í landinu hafa liðsmenn hennar beitt allri sinni orku, ítökum og aðföngum til að ná sínu æðsta markmiði: Byggja upp innviði landsins á öfgagrunni hryðjuverkasamtakanna með það að markmiði að vinna Ísraelsku þjóðinni og borgurum hennar mein, hvað sem það kynni að kosta. Hamas nýtur góðs fjárstuðnings frá Íran. Samtökin sjá til þess að ungt fólk læri að hata Gyðinga og Ísrael; undirbýr það undir að verða hryðjuverkamenn og notar það um leið sem einskonar mannlega skildi. Með öfga-íslamska hryðjuverkastjórn rétt hinum megin við landamærin, sem er staðráðin í að eyða Ísraelsríki, er engin furða að ísraelskir ríkisborgarar þurfa að njóta stöðugrar verndar. Rafmagn, vatn og alls kyns vistir eru fluttar frá Ísrael yfir til Gaza í gegnum landamærastöðvar til að hjálpa íbúum Gaza. Hamas reynir einnig ítrekað að smygla vopnum yfir landamærin og því er farmur vöruflutningabifreiða skoðaður áður en þeir fá að fara gegnum þau. Þetta er auðvitað gert til að tryggja að engin vopn eða hernaðartæki sem valdið geta skaða komist yfir til hryðjuverkamannanna. Þrátt fyrir það þessum nauðsynjavörum er ætlað að hjálpa íbúum Gaza, hafa Hamas samtökin margoft valdið skemmdum á birgðageymslum og beinir stöðugt miklu magni af þeim vistum sem ætlaðar eru íbúum Gaza annað, til að styrkja stoðir hryðjuverkastarfseminnar. Hamas heldur þannig íbúum Gaza í helgreipum. Á barmi örvæntingar búa íbúarnir við sífellt lækkandi lífsskilyrði. Samtökin sannfæra íbúana um að það sé Ísrael sem eigi sökina á nauðsynjaskortinum. Þetta skilar tilætluðum árangri því að hatur gegn Ísrael blossar upp í kjölfarið og íbúar eru viljugri til að gera atlögu að Ísrael. Áætlanir Hamas röskuðust þegar Ísraelum tókst að þróa tækni sem gat varist flugskeytaárásum frá Gaza (t.d. Járnhvolfið) og hjálpaði þeim að finna jarðgöng hryðjuverkamanna - jarðgöng sem Ísraelar eyða nú markvisst. Þessi röð áfalla sem leitt hafa til ósigra Hamas í undanförnum árásarlotum þeirra gegn Ísrael í kjölfarið hafa gert þeim erfitt fyrir að uppfylla ætlunarverk sitt: Að framkvæma hryðjuverk gegn Ísrael. Þar sem nú gengur illa í landhernaði hefur Hamas snúið sér að fjölmiðlum sem leggja yfirleitt aðal áherslu á blóð og mannfall. Sigur Hamas endurspeglast í fjölda látinna Palestínumanna, en dauði þeirra er ekki síður sigur fyrir þá en fallnir Ísraelsmenn. Fulltrúar Hamas vita vel að setur dauðsföll Palestínumanna setja alþjóðlegan þrýsting á Ísrael. Hryðjuverkastjórn Hamas notar því líf saklausra íbúa á Gaza sem tæki til að ná áformum sínum - að þurrka Ísrael af landakortinu. Einmitt nú í yfirstandandi mótmælum notar Hamas saklausa borgara, þ.á.m. konur og börn í röð vel skipulagðra aðgerða sem tugir þúsunda taka þátt í. Íbúum er beint að taka sér stöðu í fremstu víglínu þar sem þeir eru umkringdir hryðjuverkamönnum. Hamas hefur þá sagt þessum þátttakendum að vera vopnaðir byssum og hnífum til að skera sundur girðinguna, fara yfir landamærin til að ráðast á og nema brott Ísraela. Hamas hefur gefið þessari aðgerð yfirskriftina „The Great March of Return“ eða „Ganga endurkomunnar miklu„ - en með „endurkomu“ er átt við allt landsvæði Ísrael. Með öðrum orðum, myndun Palestínuríkis sem yrði ekki við hlið Ísraelsríkis, heldur ríkis sem kæmi í stað þess. Ísrael hefur með öllum ráðum reynt að halda þessum ofbeldisfullu aðgerðum í skefjum og um leið í lengstu lög reynt að fyrirbyggja mannfall. Fulltrúar Ísrael hafa haft samband við fulltrúa annarra landa og ríkja og beðið þá um að hafa áhrif á aðgerðir Hamas ásamt því að nota alls kyns viðurkenndar leiðir til að tvístra mannfjöldanum án þess að stofna lífum í hættu. Þegar allt annað bregst í kringumstæðum þar sem ofbeldið er orðið þvílíkt og engin leið að beisla fjöldauppþotin með öðrum hætti er gripið til þeirra örþrifaráða að beita skotvopnum. Að vernda ísraelska borgara gegn innrás mikils fjölda ofbeldisfullra árásarmanna er æðsta forgangsverkefni varnarsveitar Ísraels. Ef þúsundum manna með ofbeldi og eyðileggingu að markmiði væri hleypt yfir landamærin, myndu þeir á örfáum mínútum komast inn í ísraelska bæi sem staðsettir eru rétt við landamærin. Mannfall yrði þá mun meira en það hefur verið fram að þessu. Ekkert sjálfstætt ríki í heiminum getur setið hjá á örlagastund - þegar mannskæð ógn steðjar að íbúum þess. Það sorglega er að mannfallið af völdum Hamas á Gaza-svæðinu er algjörlega óþarft. Ísrael hefur aftur og aftur rétt fram sáttarhönd sína til Gaza með það að marki að koma á friði. En jafnoft hefur hryðjuverkastjórn Hamas svarað fyrir sig með hryðjuverkum. Raphael Schutz Sendiherra Ísraels í Noregi
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun