Innlent

Eldur kom upp í bát úti fyrir Tálknafirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNÁ, var kölluð út vegna málsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNÁ, var kölluð út vegna málsins. vísir/vilhelm
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá Neyðarlínunni á ellefta tímanum í morgun vegna elds sem kominn var upp í bát sem var staddur fyrir Tálknafirði.

Að því er fram kemur í tilkynningu Gæslunnar voru tveir um borð í bátnum. Þyrlan TF-GNÁ var kölluð út sem og björgunarskipið Vörður frá Patreksfirði. Þá voru nærliggjandi skip einnig beðin um að fara á staðinn.

Laust eftir klukkan 10:30 tók þyrlan á loft frá Reykjavík og var björgunarskipið Vörður komið á staðinn skömmu síðar ásamt öðru skipi.

„Áhafnir skipanna tveggja hófu björgunaraðgerðir en mennirnir um borð í bátnum voru heilir á húfi og því var aðstoð þyrlunnar afturkölluð. Björgunarskipið Vörður dró bátinn til hafnar á Patreksfirði,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×