Fótbolti

„Höfum ekki áhyggjur af Messi“

Dagur Lárusson skrifar
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason. vísir/getty
Birkir Bjarnason var tekinn í athyglisvert viðtal hjá Aston Villa nú á dögunum þar sem hann var meðal annars spurður út í stjóra sinn Steve Bruce hjá Aston Villa og mótherja Íslands á HM í sumar.

 

Birkir sagði að allir þrír mótherjar Íslands eru sterkir en íslensku strákanir hafi ekki áhyggjur af leikmönnum eins og Messi því þeir hafa mætt frábærum leikmönnum á síðustu árum og hafa staðið sig vel í því að halda þeim niðri.

 

„Ég held að allir viti hversu gott lið Argentína er með, það er augljóst, og síðan er Nígería með mjög líkamlega sterkt lið. Við höfum síðan spilað við Króatíu sex sinnum á síðustu árum og þekkjum þá þess vegna vel.“

 

„En við höfum ekki áhyggjur af öllum þessum leikmönnum eins og Messi. Við höfum mætt frábærum leikmönnum síðustu árin og höfum staðið okkur vel í því að halda þeim niðri. Þannig við höfum ekki áhyggjur, en við vitum auðvitað hversu góður hann er, en vonandi verðurm við bara tilbúnir.“

 

Aðspurður út í hans persónulegu markmið sagðist hann meðal annars vilja spila í ensku úrvalsdeildinni.

 

„Ég vil spila í ensku úrvalsdeildinni, og standa mig vel á HM, en allra helst vil ég fá sem mest úr mínum ferli,“ sagði Birkir.

 

Myndbandið í heild sinni má sjá hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Birkir og félagar einum leik frá úrvalsdeildarsæti

Aston Villa mætir Fulham í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalseildinni á næstu leiktíð en Villa hafði betur í tveimur leikjum gegn Middlesbrough í undanúrslitunum, samanlagt 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×