Enski boltinn

Pellegrini líklegastur til þess að taka við West Ham

Dagur Lárusson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini. vísir/getty
Manuel Pellegrini er nú talinn líklegastur til þess að taka við af David Moyes sem stjóri West Ham fyrir næsta tímabil.

 

Eins og vitað er þá stýrði Manuel Pellegrini Manchester City fyrir nokkrum árum og gerði þá meðal annars að Engalandsmeisturum árið 2014 árið en hann var rekinn 2016 og Pep Guardiola tók við.

 

Sky Sport heldur því fram að West Ham hafi hitt umboðsmenn Pellegrini á fundi í vikunni en félagið á í erfiðleikum með að semja um laun stjórans. 

 

Fréttaveitur í Síle halda því fram að Pellegrini sé nú þegar búinn að skrifa undir samning en heimildir Sky segja annað. David Sullivan, eigandi West Ham, segir þó að félagið sé mjög nálægt því að ráða nýjan stjóra.

 

„Ég vil láta stuðningsmenn okkar vita af því að við höfum athugað með alla valmöguleika og erum mjög nálægt því að ráða næsta stjóra West Ham.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×