Enski boltinn

Hart: Ég er miður mín

Dagur Lárusson skrifar
Joe Hart.
Joe Hart. vísir/getty
Joe Hart, leikmaður Manchester City, segist vera miður sín eftir að hafa ekki verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir HM í sumar.

 

Joe Hart hafði spilað í öllum leikjum Englands í undankeppninni en Gareth Southgate ákvað hinsvegar að velja þá Butland, Pickford og Pope í staðinn fyrir hann en hann taldi þá hafa átt betri tímabil með sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni heldur en Joe Hart átti hjá West Ham.

 

Joe Hart leyndi vonbrigðum sínum ekki á instagram síðu sinni.

 

 

„Eftir tvö ár þar sem ég hef reynt að gera það besta úr slæmum aðstæðum þá er þetta mjög erfitt að sætta sig við, ég ætla ekki að ljúga, ég er miður mín.“

 

„Ég er stoltur af því að hafa lagt hart að mér og spilað hverja einustu mínútu með liðinu til þess að komast á mótið og spilað stóran þátt í því afhverju við komust þangað.“

 

„Ég veit hvað ég gef liðinu, en þetta er eins og það er. Ég vil óska liðinu góðs gengis, leikmennirnir vita að þó svo að ég verði ekki með þeim þarna, að þá verð ég heima í ensku treyjunni að styðja þá alla leið.“

 


Tengdar fréttir

Hart og Wilshere ekki á HM

Joe Hart og Jack Wilshere verða ekki í leikmannahópi enska landsliðsins á HM í sumar en hann ku hafa fengið þessar fréttir fyrr í vikunni. Þetta herma heimildir enskra miðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×