Erlent

Stökk út um glugga á 25. hæð með son sinn í fanginu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stephanie Adams var 47 ára gömul.
Stephanie Adams var 47 ára gömul. Vísir/Getty
Stephanie Adams, bandarísk fyrirsæta sem sat m.a. fyrir í tímaritinu Playboy, steypti sér út um glugga á 25. hæð hótels í New York-borg að morgni föstudags. Hún hélt á sjö ára syni sínum í fanginu og voru mæðginin úrskurðuð látin á vettvangi.

Adams var 47 ára en hún stóð í hatrammri forræðisdeilu við barnsföður sinn, að því er fram kemur í frétt BBC. Adams og sonur hennar, Vincent, höfðu gist eina nótt í þakíbúð á hótelinu sem taldi 25 hæðir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lentu mæðginin á svölum á annarri hæð í bakgarði hótelsins. Talið er að um sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Adams var hún „Ungfrú Nóvembermánuður“ Playboy árið 1992 og átti eitt sinn í ástarsambandi við bandaríska leikarann Robert De Niro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×