Enski boltinn

Eiður Smári: Spilamennska United ekki spennandi

Dagur Lárusson skrifar
Eiður Smári í góðgerðarleik á dögunum.
Eiður Smári í góðgerðarleik á dögunum. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen segir að Mourinho spili ekki eins sterkan sóknarleik og liðið hans mögulega getur og segir að spilamennska liðsins sé oft á tíðum ekki spennandi.

 

Eiður Smári er staddur á Wembley þar sem úrslitaleikur FA-bikarsins fer fram í dag en Eiður var spurður út í liðin tvö á BBC.

 

„Mér finnst spilamennska þeirra ekki nægilega spennandi, en hún hefur þó verið aðeins meira spennandi á þessu tímabili heldur en í fyrra, í fyrra fannst mér leiðinlegt að horfa á þá.“

 

„Það er ekkert leyndarmál að við höfum öll talað um það að Mourinho virðist oft spila flesta stórleiki með varnasinnað hugarfar og virðist oft á tíðum ekki spila jafn mikinn sóknarleik og liðið hans mögulega getur.“

 

Leikur Chelsea og Manchester United hefst klukkan 16:15.

 

Viðtalið við Eið má sjá hér fyrir neðan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×