Handbolti

Myndasyrpa af fögnuði Eyjamanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjamenn fagna í dag.
Eyjamenn fagna í dag. Vísir/Andri Marinó
ÍBV varð í dag Íslandsmeistari í handbolta karla í annað skipti í sögu félagsins eftir sigur á FH í Kaplakrika í dag. Þar með unnu Eyjamenn 3-1 sigur í einvíginu sjálfu.

Eyjamenn urðu einnig deildar- og bikarmeistarar og unnu því þrennuna eftirsóttu. Sigur liðsins á Íslandsmótinu var verðskuldaður en liðið vann átta leiki í úrslitakeppninni en tapaði aðeins einum.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Kaplakrika í dag og fangaði stemninguna.

Vísir/Andri Marinó

Tengdar fréttir

Arnar: Ætluðum að hirða allar þessar dollur

Arnar Pétursson stýrði sínum mönnum í ÍBV til Íslandsmeistaratitils í dag og eru Eyjamenn búnir að taka alla titla sem hægt er á tímabilinu, Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.

Agnar Smári: Get ekki endalaust verið stuðningsfulltrúi

Agnar Smári Jónsson fagnaði vel í leikslok í Kaplakrika í dag, rétt eins og hann gerði að Ásvöllum 2014 þegar ÍBV varð meistari. ÍBV varð Íslandsmeistari í annað sinn í sögu félagsins í dag.

Einar: Orkan var búin

FH tapaði fyrir ÍBV í úrslitaeinvíginu í handbolta í Kaplakrika í dag. ÍBV lyfti Íslandsmeistaratitlinum að leik loknum.

Umfjöllun og myndir: FH - ÍBV 20-28 | ÍBV er Íslandsmeistari

ÍBV er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2018. Eyjamenn unnu FH 20-28 í Kaplakrika og einvígið 3-1. ÍBV vann þar með þrefalt í vetur en áður hafði liðið tryggt sér bikar- og deildarmeistaratitilinn. Frábær árangur hjá frábæru liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×