Fótbolti

Mónakó náði í annað sætið │PSG endaði á jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Radamel Falcao fagnar marki með Mónakó
Radamel Falcao fagnar marki með Mónakó Vísir/EPA
Mónakó tryggði sér annað sætið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar lokaumferðin fór fram. PSG, sem var fyrir löngu búið að tryggja sér Frakklandsmeistaratitilinn, gerði markalaust jafntefli við Caen.

Mónakó vann öruggan 3-0 sigur á Troyes sem var fallið fyrir umferðina. Rony Lopes skoraði tvö mörk sitt hvoru megin við hálfleikinn og Jordi Mboula gulltryggði sigurinn í uppbótartíma.

Kolbeinn Sigþórsson er að koma til baka eftir erfið meiðsli en hann spilaði síðasta stundarfjórðunginn í liði Nantes gegn Strasbourg.

Þrátt fyrir sigur á Guingamp náði Toulouse ekki að bjarga sér frá falli því Caen, sem var með slakari markatölu, nældi sér í stig gegn meisturum PSG og endaði því með 38 stig gegn 37 stigum Toulouse. Metz, sem var límt við botninn sama hvað myndi gerast, tapaði stórt fyrir Bordeaux. Með sigrinum náði Bordeaux sér í sjötta sætið.

PSG, Mónakó og Lyon tryggðu sér sæti í Meistaradeild Evrópu en Marseille og Rennes fara í Evrópudeildina.

Lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar:

Caen - PSG 0-0

Dijon - Angers 2-1

Lyon - Nice 3-2

Marseille - Amiens 2-1

Metz - Bordeaux 0-4

Nantes - Strasbourg 1-0

Rennes - Montpellier 1-1

St Etienne - Lille 5-0

Toulouse - Guingamp 2-1

Troyes - Mónakó 0-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×