Innlent

Skúrir og slydduél í kortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir miðjan dag í dag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir miðjan dag í dag.
Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði suðvestlæg átt í dag með éljum og slydduéljum en að það létti til á Norðaustur- og Austurlandi. Í nótt og á morgun fer svo nýr úrkomubakki fyrir austanvert landið með rigningu eða slyddu á láglendi en vestan til styttir upp að mestu.

Spár gera síðan ráð fyrir minniháttar éljum um vestanvert landið á morgun einkum síðdegis.

Veðurhorfur eru annars þessar á landinu í dag og næstu daga:

Vestlæg átt 5-13. Skúrir eða él, einkum SV- og V-lands, rigning eða slydda NA-til í fyrstu en annars þurrt að kalla. Þurrt að kalla um landið V-vert í nótt, en slydda eða rigning A-til. Dálítil él S- og V-lands á morgun. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast SA-lands.

Á fimmtudag:

Suðvestlæg átt, 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en éljum S- og V-lands síðdegis. Úrkomulaust NA-lands. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast A-til.

Á föstudag og laugardag:

Útsynningur, 8-15 m/s og skúrir eða él S- og V-lands, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og bjartviðri NA-til. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast NA-lands. en allvíða næturfrost í innsveitum.

Á sunnudag:

Allhvöss vestanátt og skúrir eða él V-lands, en léttskýjað eystra. Hiti 2 til 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×