Innlent

Skúrir og slydduél í kortunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir miðjan dag í dag.
Spákort Veðurstofu Íslands fyrir miðjan dag í dag.

Það er spáð skúrum eða éljum, einkum suðvestan- og vestan lands í dag og rigningu eða slyddu norðaustan til annars þurru veðri, samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði suðvestlæg átt í dag með éljum og slydduéljum en að það létti til á Norðaustur- og Austurlandi. Í nótt og á morgun fer svo nýr úrkomubakki fyrir austanvert landið með rigningu eða slyddu á láglendi en vestan til styttir upp að mestu.

Spár gera síðan ráð fyrir minniháttar éljum um vestanvert landið á morgun einkum síðdegis.

Veðurhorfur eru annars þessar á landinu í dag og næstu daga:

Vestlæg átt 5-13. Skúrir eða él, einkum SV- og V-lands, rigning eða slydda NA-til í fyrstu en annars þurrt að kalla. Þurrt að kalla um landið V-vert í nótt, en slydda eða rigning A-til. Dálítil él S- og V-lands á morgun. Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast SA-lands.

Á fimmtudag:
Suðvestlæg átt, 8-15 m/s með rigningu eða slyddu, en éljum S- og V-lands síðdegis. Úrkomulaust NA-lands. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast A-til.

Á föstudag og laugardag:
Útsynningur, 8-15 m/s og skúrir eða él S- og V-lands, hvassast við sjávarsíðuna, en hægari og bjartviðri NA-til. Hiti 1 til 8 stig að deginum, mildast NA-lands. en allvíða næturfrost í innsveitum.

Á sunnudag:
Allhvöss vestanátt og skúrir eða él V-lands, en léttskýjað eystra. Hiti 2 til 7 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.