Íslenski boltinn

Ólafur Karl: Valur betra lið en ég gerði mér grein fyrir

Þór Símon Hafþórsson skrifar
Ólafur Karl Finsen.
Ólafur Karl Finsen.
„Ánægður með sigurinn. Spilamennskan var kannski ekkert spes með fullri virðingu fyrir Keflavík. Þeir spiluðu góða vörn og voru þéttir. Við getum hinsvegar klárlega spilað betur,“ sagði Ólafur Karl Finsen eftir sigur Vals gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum núna í kvöld en hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið.

Hann segir það hafa verið erfitt að koma sér í gang í vetur og kennir þá meiðslum að stórum hluta um.

„Það er hrikalega erfitt. Það er búið að vera erfiðara en ég bjóst við að koma mér í stand. Hnéið mitt er búið að vera í smá veseni síðan í febrúar. Er ekki að reyna að vera eitthvað dramatískur samt,“ sagði Ólafur og viðurkennir að það verði erfitt að koma sér í byrjunarlið Vals en hann sat allar 90 mínúturnar á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins í sumar.

„Það eru frábærir leikmenn hérna og frábærir þjálfarar sem geta leiðbeint mér og nú þarf ég bara að leggja á mig til að komast á sama stig og samherjar mínir. Þeir eru í raun miklu betri en ég gerði mér grein fyrir áður en ég kom.“

Hann grínaðist svo eilítið að lokum.

„Ég er alls ekkert pirraður að vera eitthvað á bekknum. Ég er eiginlega bara ánægður að komast yfir höfuð á bekkinn,“ sagði Ólafur en það verður spennandi að sjá hvernig honum vegnar í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×