Sport

Brady mun spila fyrir Patriots næsta vetur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brady fyrir Super Bowl í febrúar.
Brady fyrir Super Bowl í febrúar. vísir/getty

Stuðningsmenn New England Patriots geta andað léttar því Tom Brady hefur staðfest að hann muni spila með liðinu næsta vetur og vonandi í nokkur ár í viðbót.

Brady er ekki enn byrjaður að æfa með Patriots og bandarískir fjölmiðlar hafa verið uppfullir af fréttum af meintum illindum milli hans, þjálfara félagsins og eiganda. Þeir segja að ekki sé góð eining hjá félaginu og hver höndin upp á móti annarri.

Brady sat fyrir svörum hjá Jim Gray á uppákomu í Los Angeles þar sem hann staðfesti endanlega að hann ætlaði sér að spila næsta vetur.

„Síðasta ár var ömurlegt. Svona eru íþróttirnar. Pabbi vinnur ekki alltaf,“ sagði hinn fertugi Brady en hann tapaði í Super Bowl fyrir Philadelphia. Hann var einng spurður hvort hann væri hamingjusamur?

„Ég á mínar góðu stundir,“ svaraði Brady og margir vita ekki alveg hvernig þeir eiga að lesa í þau orð.

Það sem mestu máli skiptir er þó að Brady hefur staðfest endurkomu sína á næsta tímabili.

„Ég vil spila þar til ég er svona 45 ára,“ sagði Brady sem er í ótrúlegu formi miðað við aldur og íþróttina sem hann spilar.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.