Enski boltinn

Salah sparar sig á æfingum vegna hræðslu við meiðsli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Salah jafnaði markametið í ensku úrvalsdeildinni á dögunum
Salah jafnaði markametið í ensku úrvalsdeildinni á dögunum vísir/getty
Alberto Moreno, varnarmaður Liverpool, segir liðsfélaga sinn Mohamed Salah aðeins æfa á tuttugu prósentum af getu af hræðslu við meiðsli.

Salah hefur verið frábær í vetur og var valinn leikmaður ársins í Englandi af leikmönnum og fjölmiðlum. Hann hefur skorað 31 mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur og er aðeins tveimur mörkum frá því að vera markahæstur í deildarkeppnum Evrópu, Lionel Messi er þar efstur með 32 mörk.

Þá er Salah stór partur af góðu gengi Liverpool í Meistaradeildinni þar sem liðið er komið í úrslit keppninnar. Hann er með 43 mörk í 49 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

„Hann er frábær náungi, rólegur og hógvær,“ sagði Moreno um Salah við spænska fjölmiðla.

„Það þarf ekki að tala um það hvernig hann er í leikjum því það sjá það allir. Hann er að eiga frábært tímabil. Hann er samt ekki sá sami á æfingum. Hann æfir á svona 20 prósentum því hann er hræddur um að meiðast og vill vera í sínu besta formi í leikjum.“

Salah var í byrjunarliðinu gegn sínum gömlu félögum í Roma í gær en náði ekki að skora. Það kom þó ekki að sök því Liverpool vann samanlagt 7-6 í leikjunum tveimur.

 


Tengdar fréttir

Blaðamenn völdu Salah bestan

Egyptinn Mohamed Salah heldur áfram að raða inn verðlaunum en hann var útnefndur leikmaður ársins af blaðamönnum á Englandi. Hann hafði þar betur gegn Belganum Kevin de Bruyne.

Mourinho: Ekki ég sem seldi Salah heldur Chelsea

Eftir flugeldasýningu Mohamed Salah í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni í vetur hefur verið nokkuð mikið baunað á Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, fyrir að hafa selt hann frá Chelsea á sínum tíma.

Gerrard: Salah bestur á plánetunni

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, fer fögrum orðum um framherjan Mohamed Salah og segir hann besta leikmann plánetunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×