Íslenski boltinn

Þegar Reykjavíkurmótið gaf þátttökurétt í Evrópukeppni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Pálsson.
Stefán Pálsson. Vísir
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, verður með regluleg innslög í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport í sumar. Það fyrsta var á sunnudag, er fyrsta umferð tímabilsins varð gert upp.

Stefán rifjaði upp ótrúlega sögu af því þegar íslensk félagslið tóku í fyrsta sinn þátt í Evrópukeppni félagsliða. Það var árið 1969 og hét keppnin þá Borgakeppni Evrópu.

Eitthvað vafðist heiti keppninnar fyrir forráðamönnum KSÍ sem ákváðu að senda Reykjavíkurmeistarana til leiks í stað liðsins sem hafnaði í öðru sæti á Íslandsmótinu, eins og venjan varð síðar.

Þetta stórskemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×