Sigmundur Davíð segir Ævar Örn Jósepsson misnota aðstöðu sína Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2018 11:56 Sigmundur Davíð telur einsýnt að Ævar Örn sé að draga taum dóttur sinnar, Þórhildar Sunnu, í fréttaflutningi sínum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta. Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sakar Ævar Örn Jósepsson, fréttamann Ríkisútvarpsins, um að misnota aðstöðu sína til að koma á sig og konu sína höggi. „Það er ekki hægt að una því að ríkisfjölmiðillinn sé ítrekað notaður til að vega að eiginkonu minni sem alla tíð hefur lagt sig fram við að standa skil á öllu sínu gagnvart samfélaginu og miklu meira en það,“ segir Sigmundur Davíð í nýlegri Facebookfærslu.Frétt RÚV fer illa í Sigmund Davíð Sigmundur Davíð er þar að vísa til fréttar sem Ævar Örn Jósepsson flutti og fjallar um að Neðri deild breska þingsins ætli að samþykkja löggjöf til höfuðs skattaskjólum. Í fréttinni segir meðal annars: „Um helmingur allra skúffufyrirtækja og aflandsfélaga sem afhjúpuð voru með birtingu Panamaskjalanna voru til að mynda skráð á Bresku Jómfrúreyjum, einkum á eyjunni Tortólu. Þar á meðal var aflandsfélagið Wintris, sem var í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands.“Þórhildur gengið lengst í meinbægni Sigmundur Davíð segir þetta alrangt, grófar aðdróttanir að eiginkonu sinni og hann þykist vita hvar fiskur liggur undir steini en Ævar Örn er faðir Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata. „Maðurinn sem skrifaði og flutti fréttina er faðir þess þingmanns Pírata sem hefur gengið lengst í meinbægni og því að kasta fram ásökunum og rangfærslum í minn garð og margra annarra samstarfsmanna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Víst er að um talsvert alvarlegar ásakanir fyrrum forsætisráðherra á hendur fréttamanni er að ræða, en Sigmundur Davíð starfaði á árum áður hjá Ríkisútvarpinu og ætti þar af leiðandi að vera fullkunnugt um að fréttamenn þar lúta siðareglum í störfum sínum, sem Ævar Örn er, samkvæmt ásökunum Sigmundar Davíðs, að þverbrjóta.
Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira