Innlent

Elsta hús borgarinnar með glænýtt hlutverk

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Aðalstræti 10
Aðalstræti 10
Elsta og eitt merkasta hús borgarinnar var í dag opnað sem safn og sýningarhús á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Reykjavíkurborg keypti húsið af Minjavernd á síðasta ári. Heildarkostnaður við húsið og sýninguna er um þrjúhundruð og sjötíu milljónir króna segir borgarstjóri.

Aðalstræti tíu á rætur sínar að rekja til Skúla Magnússonar og innréttinganna en það var reist árið 1762. Þar hafa meðal annars biskupar, landlæknar og margir fleiri átt heimili sín. Silli og Valdi hófu þar verslunarrekstur á síðustu öld og húsið hefur verið rekið sem öldurhús. Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu á síðasta ári og eftir endurbætur var það opnað í dag.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að heildarkostnaður vegna kaupa og endurbóta á húsinu nú sé um 370 milljónir króna.

Guðbrandur Benediktsson safnstjóri Borgarsögusafns fagnar því að húsið sé komið í vörslu safnsins.

Tvær sýningar voru opnaðar í húsinu í dag. Ljósmyndasýningin Reykjavík 1918, sem er samstarfsverkefni Þjóðminjasafns Íslands og Borgarsögusafns Reykjavíkur og sýningin Torfhúsabærinn Reykjavík. Þá hefur verið gerð innsetning með ýmsum hlutum frá átjándu og nítjánduöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×