Handbolti

Arnar: Ég fer til Tenerife, einhverjir Köben og aðrir til London

Benedikt Grétarsson skrifar
Arnar á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Arnar á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/vilhelm
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV var þreyttur og sáttur eftir sigur Eyjamanna á Haukum.

„Þetta leit kannski ekkert sérstaklega út á tímabili en við komum til baka og kláruðum þetta. Þetta er þriðji leikurinn okkar á sex dögum og þar inni var erfitt ferðalag frá Rúmeníu.”

„Þetta er bara búin að vera erfið vika og ég er virkilega stoltur af strákunum að klára Haukana hér í dag.“

„Haukarnir eru stórveldi í íslenskum handbolta á þessari öld og ekki vanir að láta sópa sér út. Við vorum bara góðir og erum bara góðir.”

„Við sýnum karakter í fjarveru lykilmanna, Maggi í banni og Ellii með rautt í fyrri hálfleik.“

Arnar og hans menn fá nú loksins örlitla hvíld eftir stranga dagskrá.

„Já, nú kemur einhver 10 daga pása og hún er heldur betur kærkomin. Ég er að fara til Tene á mánudaginn, einhverjir fara til Köben og aðrir til London. Við notum þetta frí bara vel,“ sagði Arnar með bros á vör.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×