Golf

Ólafía þurfti að ljúka keppni vegna myrkurs

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 21.-35. sæti á Texas Classic mótinu eftir að hafa lokið aðeins sautján holum af átján á sínum öðrum hring í nótt. 
 
Ljúka þurfti keppni fyrr vegna myrkurs en einnig var keppni aflýst á bæði fimmtudag og föstudag en þá varð það vegna veður. Því verða aðeins spilaðir tveir hringir á mótinu.
 
Ólafía lék fyrsta hringinn á 66 höggum, fimm höggum undir pari og var í þriðja sæti og því í góðum málum. Áður en hún lauk keppni í nótt á sínum öðrum hring hafði hún hinsvegar ekki verið að leika eins vel og lék holurnar sautján á 70 höggum eða þremur höggum yfir pari. Ólafía mun leika holuna sem hún á eftir í dag.
 
Ólafía gæti náð sínum besta árangri á tímabilinu með góði spilamennsku á þessari síðustu holu en hún hafnaði í 26. sæti á Bahamaeyjum í janúar. Núna er Ólafía á samtals tveimur höggum undir pari, fimm höggum á eftir Nicole Broch Larsen sem er með forystuna á mótinu.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.