Golf

Ólafía þurfti að ljúka keppni vegna myrkurs

Dagur Lárusson skrifar
Ólafía Þórunn.
Ólafía Þórunn. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 21.-35. sæti á Texas Classic mótinu eftir að hafa lokið aðeins sautján holum af átján á sínum öðrum hring í nótt. 

 

Ljúka þurfti keppni fyrr vegna myrkurs en einnig var keppni aflýst á bæði fimmtudag og föstudag en þá varð það vegna veður. Því verða aðeins spilaðir tveir hringir á mótinu.

 

Ólafía lék fyrsta hringinn á 66 höggum, fimm höggum undir pari og var í þriðja sæti og því í góðum málum. Áður en hún lauk keppni í nótt á sínum öðrum hring hafði hún hinsvegar ekki verið að leika eins vel og lék holurnar sautján á 70 höggum eða þremur höggum yfir pari. Ólafía mun leika holuna sem hún á eftir í dag.

 

Ólafía gæti náð sínum besta árangri á tímabilinu með góði spilamennsku á þessari síðustu holu en hún hafnaði í 26. sæti á Bahamaeyjum í janúar. Núna er Ólafía á samtals tveimur höggum undir pari, fimm höggum á eftir Nicole Broch Larsen sem er með forystuna á mótinu.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×