Handbolti

Ómar með fimm í sigri Århus

Dagur Lárusson skrifar
Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. vísir/Ernir
Það voru þónokkrir Íslendingar í eldlínunni í danska handboltanum í dag þegar það kom í ljós hvaða fjögur lið spila í undanúrslitum deildarinnar.

 

GOG og Bjerrinbro eru þau lið sem fara í undanúrslitn úr riðli eitt en þau mættust í dag þar sem þau skildu jöfn 32-32. Í hinum leik riðilsins mættust Kolding og Norjsjælland þar sem Ólafur Gústafsson spilaði fyrir Kolding en hann skoraði fimm mörk í sigri Kolding 39-36.

 

Í riðli tvö mættust Íslendingaliðin Skjern og Álaborg sem bæði voru örugg áfram í undanúrslitin fyrir leikinn. Arnór Atlason og Janus Daði Smárason spiluðu báðir fyrir Álaborg á meðan Tandri Már Konráðsson spilaði fyrir Skjern. 

 

Þessi leikur var hnífjafn allt til loka en það var Álaborg sem bar sigur úr býtum. Arnór Atlason skoraði tvö mörk, Janus Daði skoraði þrjú mörk og Tandri skoraði tvö mörk fyrir Skjern. Leiknum lauk með sigri Álaborg 28-26.

 

Í hinum leiknum í riðli tvö mættust Holstebro og Arhus. Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Holstebro á meðan Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk fyrir Arhus, Sigvaldi Guðjónsson eitt en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað. Leiknum lauk með jafntefli 27-27.

 

Í fyrri undanúrslitarimmunni mætast Skjern og GOG á meðan Álaborg mætir Bjerringbro í þeirri seinni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×