Formúla 1

Alonso tók gullið í sex tíma kappakstri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alonso fagnar.
Alonso fagnar. vísir/afp

Fernando Alonso vann sex klukkutíma belgíska kappaksturinn á Spa brautinni um helgina. Keppnin er fyrsta umferðin í heimsmeistaramótinu í þolakstri.

Í svona keppnum eru þrír ökumenn á hverjum bíl og voru það fyrrum Formúlu 1 ökuþórarnir Sebastian Buemi og Kazuki Nakajima sem keyrðu Toyota Hybrid bílinn til sigurs ásamt Alonso.

Þetta var fyrsti sigur Spánverjans í keppni síðan í spænska Formúlu 1 kappakstrinum árið 2013.

Fernando ætlar sér að keppa heilt tímabil bæði í þolakstri sem og Formúlu 1, næsti kappakstur í þolakstri er hinn heimsfrægi 24. tíma Le Mans.

Það verður því nóg að gera hjá Alonso í sumar, en markmið Spánverjans er að ná sigri í þremur frægustu kappökstrum sögunnar; Monaco, Le Mans og Indy 500.

Fernando hefur nú þegar unnið á götum Monaco og reyndi hann fyrir sér í Indy 500 á síðastliðnu ári en varð frá að hverfa vegna vélarbilunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.