Íslenski boltinn

Fjölmiðlar fengu ekki að ræða við hetju KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Atli í leik með KR fyrir þremur árum en hann er kominn aftur í KR.
Atli í leik með KR fyrir þremur árum en hann er kominn aftur í KR. vísir/eyþór
Atli Sigurjónsson sem var hetja KR gegn Stjörnunni í annari umferð Pepsi-deildar karla var meinað að fara í viðtöl eftir leikinn.

Atli kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og sjö mínútum síðar var hann búinn að næla sér í gult spjald en það var ekki eina sem Atli gerði í leiknum.

Hann skoraði sigurmarkið með þrumufleyg á 88. mínútu og tryggði KR þar með sigurinn. Akureyringurinn var ekki hættur því hann fékk sitt annað gula spjald mínútu síðar og þar með rautt.

KR náði að vinna leikinn 3-2 og er komið á blað í Pepsi-deildinni en er fréttamaður Vísis reyndi að ná tali af Atla eftir leikinn var honum neitað um viðtal við hetju KR í leiknum.

Skýringin var sögð vera sú að Atli hafi fengið rautt spjald í leiknum og því færi hann ekki í viðtöl. Leikmenn KR sem fá rauð spjöld fara ekki í viðtöl. Því fékk enginn fjölmiðill í kvöld viðtal vð hetju KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×