Golf

Day tók gullið á Wells Fargo | Tiger kláraði hringina fjóra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Day kastar pútternum á loft á lokahringnum í dag.
Day kastar pútternum á loft á lokahringnum í dag. vísir/afp

Jason Day kom, sá og sigraði á Wells Fargo meistaramótinu sem fór fram um helgina en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. Tiger Woods var með um helgina og spilaði ágætlega.

Day spilaði mjög jafnt golf alla helgina. Hann spilaði fyrsta hringinn á tveimur höggum undir pari en næstu tvo spilaði hann á fjórum höggum undir pari svo hann var á tíu höggum undir pari fyrir lokahringinn í gær.

Day kláraði þetta með sæmd en hann spilaði á tveimur höggum undir í gær og samtals hringina fjóra á tólf undir. Hann var í hörkubaráttu við Johnson Wagner framan af móti en Wagner spilaði afar illa í gær og endaði í þrettánda sæti.

Í öðru sætinu voru Bandaríkjamennirnir Aaron Wise og Nick Watney tveimur höggum á eftir Day en hinn skemmtilegi Phil Mickelson átti gott mót. Hann endaði í fimmta sætinu, þremur höggum á eftir Day.

Tiger Woods var á meal þátttakenda á mótinu en hann endaði í 55. sæti. Tiger spilaði fyrsta hringinn á pari en hring tvö spilaði hann á tveimur höggum yfir pari áður en hann spilaði mjög vel á þriðja hring er hann spilaði á þremur undir.

Hringina fjóra spilaði hann samtals á tveimur yfir pari. 



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.