Enski boltinn

Arsenal vill Allegri eða Enrique

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er annar hvor þessara manna að fara taka við Arsenal?
Er annar hvor þessara manna að fara taka við Arsenal? vísir/getty
Arsenal vill fá Massimiliano Allegri eða Luis Enrique sem eftirmann Arsene Wenger hjá félaginu en Wenger hættir eins og kunnugt er í sumar.

Sky Sports fréttastofan greinir frá þessu í dag en bæði Allegri og Enrique eru sagðir efstir á blaði hjá Arsenal. Þeir eru þó ekki sagðir vissir um að þeir vilji taka við liðinu.

Báðir eru þeir þó sagðir hafa áhyggjur af því hvernig félaginu er stýrt og uppbygingu félagsins. Þetta herma sömu heimildir Sky Sports.  

Allegri hefur þjálfað Juventus frá árinu 2014 og unnið þar fjölda titla en þar áður þjálfaði hann hjá Ac Milan. Hann hefur þjálfað allan sinn feril á Ítalíu en hann hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina fjórum sinnum.

Enrique er án starfs í augnablikinu eftir að hafa hætt með Barcelona síðasta sumar. Hann vann deildina tvisvar á þremur árum og bikarinn öll árin sem hann var við stjórnvölinn.

Einnig vann hann Meistaradeildina á sínu fyrsta tímabili.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×