Handbolti

Anton og Jónas dæma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Anton Gylfi og Jónas Elíasson eru á leið til Kölnar.
Anton Gylfi og Jónas Elíasson eru á leið til Kölnar. vísir/stefán
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson, fremsta dómarapar íslenska handboltans, dæmir annan undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en Final Four-helgin fer fram í Köln að vanda 27.-28. maí.

Anton og Jónas dæma leik Vardar frá Makedóníu og Montpellier frá Frakklandi en Vardar er ríkjandi meistari eftir ævintýralegan sigur í úrslitaleiknum á síðasta ári.

Íslenska dómaraparið dæmdi í Köln fyrir tveimur árum leikinn um bronsið þar sem að franska stórliðið PSG vann Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel en nú fá þeir mun stærri leik.

Að vanda er nóg að gera hjá Antoni og Jónasi í maí en þeir hafa verið á fullu í úrslitakeppni Olís-deildarinnar. Þegar henni lýkur fljúga þeir svo til Kölnar og dæma þennan stórleik í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×