Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar tvö

Hrund Þórsdóttir skrifar

Fundi í kjaradeilu ljósmæðra í dag lauk án árangurs. Forstjóri Landspítalans hefur þungar áhyggjur af stöðunni og lýsir henni eins og slysi í hægri uppsiglingu. Rætt verður við hann og fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.

Þar kynnum við okkur líka fyrirhugaða uppbyggingu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, lítum til Lissabon þar sem Ari Ólafsson stígur á svið í dómararennsli Eurovision í kvöld og höldum áfram ferðalagi okkar um landið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.