Erlent

Einn fluttur á sjúkrahús eftir skotárás í Oxford

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem birt var á Twitter í dag frá svæðinu þar sem lögreglan í Oxford er með aðgerðir.
Mynd sem birt var á Twitter í dag frá svæðinu þar sem lögreglan í Oxford er með aðgerðir. twitter
Lögreglan í Oxford reynir nú að semja við byssumann sem skaut á annan mann í miðbæ borgarinnar fyrr í dag.

Var sá maður fluttur á sjúkrahús en er ekki talinn í lífshættu að því er fram kemur á vef BBC.  

Byssumaðurinn er inni í íbúðarhúsi í miðbæ Oxford og skaut hann þaðan á lögreglu. Lögregla skaut til baka áður en tilraunir hófust til að semja við manninn.

Almenningi hefur verið sagt að halda sig fjarri svæðinu en hluta af miðbæ Oxford hefur verið lokað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×