Fótbolti

Heimir besti þjálfarinn í fyrstu umferðinni í Færeyjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir er að gera flotta hluti í Færeyjum og verður spennandi að fylgjast með framgangi hans þar.
Heimir er að gera flotta hluti í Færeyjum og verður spennandi að fylgjast með framgangi hans þar. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson er þjálfari fyrsta hlutans af þremur í Færeyjum en lærisveinar hans í HB sitja á toppnum er einn hluti af þremur af mótinu er búinn.

Blaðið ÍtróttarSosialinum greinir frá þessu á vef sínum í dag þar sem þeir segja að Heimir sé besti þjálfarinn hingað til enda liðið á toppi deildarinnar.

HB er á toppi deildarinnar með 22 stig; sjö sigra í níu leikjum en eftir að hafa tapað í fyrstu umferðinni hefur liðið náð í 22 stig af 24 mögulegum.

Heimir tók við liðinu fyrir tímabilið og er greinilega að gera glæsilega hluti með HB en þeir enduðu í fimmta sætinu á síðustu leiktíð með 39 stig.

Heimir hefur átján leiki til þess að ná í sautján stig og jafna stigafjöldan frá því í fyrra en með liðinu leikur Brynjar Hlöðversson. Grétar Snær Gunnarsson, miðjumaður FH, er einnig á leið til Færeyja samkvæmt heimildum Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×