Enski boltinn

Allardyce segir Gylfa og félaga geta barist um fjögur efstu sætin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Allardyce á hliðarlínunni fyrr í vetur.
Allardyce á hliðarlínunni fyrr í vetur. vísir/getty
Sam Allardyce, stjóri Everton, segir að félagið hafi nú þegar gert þær breytingar sem þurfi til þess að berjast um Evrópusæti á komandi tímum.

Þessi fyrrum stjóri enska landsliðsins kom inn á miðju tímabili hjá Everton eftir að félagið rak Ronald Koeman. Hann bjargaði liðinu frá falli og gott betur en það.

Þrátt fyrir að koma Everton í efri hlutann er liðið ellefu stigum frá Arsena sem er í sjötta sætinu og tuttugu stigum á eftir Chelsea sem er í fimmta sætinu. Stuðningsmenn Everton eru ekki sáttir og vilja Allardyce burt.

Farhad Moshiri er búinn að eignast Everton og hann hefur ákveðið að búa til nýjan leikvang fyrir Everton. Það segir Allardyce að gæti hjálpað liðinu að koma sér í Evrópusæti á ný.

„Það skiptir rosalega miklu máli því það er verið að fara búa til glænýjan leikvang og með nýjum leikvangi þá byggiru upp væntingar,” sagði Allardyce.

„Nýr leikvangur fyrir Everton er það eina rétta í stöðunni og rétta framþróunin til þess að ná markmiðum allra hér, sér í lagi stuðningsmannana.”

„Með því gefuru stuðningsmönnunum betri möguleika á að liðið geti keppt í Evrópu og kannski einn daginn barist og komist inn í topp fjóra og inn í Meistaradeildina.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×