Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Sorglegt að menn séu ekki með hausinn skrúfaðan á

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason skoraði á sunnudag.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði á sunnudag. Vísir/Bára
KR vann góðan 3-2 sigur á Stjörnunni í Pepsi-deild karla á sunnudag, eftir að hafa lent marki undir snemma leiks.

KR-ingar náðu þó að komast yfir með tveimur mörkum á síðustu ellefu mínútum fyrri hálfleiks en það síðara kom rétt áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Það skoraði Pálmi Rafn Pálmason í kjölfar aukaspyrnu KR-inga.

„Þeir eru sex (varnarmenn Stjörnunnar) á móti tveimur (sóknarmönnum KR) og Hörður Árnason er bar sofandi,“ sagði Freyr Alexandersson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport, í þættinum á mánudagskvöld. „Þetta eru bara mistök. Ekkert flóknara en það.“

Pálmi Rafn var nálægt því að vera rangstæður í aðdraganda marksins en með því að nota rangstöðugreiningu sást að ákvörðun Frosta Gunnarssonar aðstoðardómara að halda flagginu niðri var rétt.

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnumanna, var gestur Pepsimarkanna og hann sagði það sorglegt að hafa fengið mark á sig svo seint í fyrri hálfleik. „Að menn séu ekki með hausinn rétt skrúfaðan á á lokasekúndum fyrri hálfleiks er sorglegt. Við höfum lent í þessu áður en náðum ekki að koma í veg fyrir þetta.“

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×