Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir keyrðu yfir nýliðana í síðari hálfleik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mayor setti tvö í kvöld
Mayor setti tvö í kvöld vísir/eyþór
Íslandsmeistarar Þórs/KA fengu nýliða HK/Víkings í heimsókn í kvöld í 2.umferð Pepsi-deildar kvenna en leikið var í Boganum á Akureyri. Bæði liðin hófu mótið á sigri; Þór/KA burstaði Grindavík á meðan HK/Víkingur lagði FH.



Nýliðarnir veittu meisturunum harða mótspyrnu lengi vel og var leikurinn markalaus allt þar til á 57.mínútu en þá fékk Þór/KA vítaspyrnu eftir að Maggý Lárentsínudóttir braut á Söndru Stephany Mayor. Maggý fékk að líta rauða spjaldið og Sandra Mayor skoraði úr vítaspyrnunni.

Í kjölfarið tóku heimakonur öll völd á vellinum og skömmu síðar eða á 64.mínútu tvöfaldaði Sandra María Jessen forystuna. Sandra Mayor var svo aftur á skotskónum á 71.mínútu og gulltryggði sigur heimakvenna. Lokatölur 3-0 fyrir Þór/KA.

Þór/KA því með fullt hús stiga eftir tvo leiki en nýliðar HK/Víkings hafa þrjú stig.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×