Viðskipti erlent

Google kynnir viðbót sem mun geta hringt símtöl fyrir þig

Sylvía Hall skrifar
Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær.
Sundar Pichai, forstjóri Google, kynnti Duplex-viðbótina í gær. Vísir/Getty

Google I/O ráðstefnan stendur nú yfir og lýkur á morgun, en sú kynning sem hefur vakið hvað mest umtal er ný viðbót við Google Assistant. Viðbótin, sem kölluð er Duplex, gerir þér kleift að láta Google Assistant hringja simtöl fyrir þig, en á ráðstefnunni fengu gestir að sjá dæmi um símtal.

Kynningin vakti mikla lukku á meðal áhorfenda, en kynningin vakti einna helst athygli fyrir þær sakir hversu raunverulegt og eðlilegt símtalið var þrátt fyrir að aðeins ein manneskja tæki þátt í samtalinu. Hik, pásur, áhersluorð og „mmmhmm“ eru hluti af talmáli Google Assistant og væri erfitt að giska á að þarna væri um gervigreind að ræða, en ekki manneskju.Í kjölfar kynningarinnar hafa vaknað spurningar um siðferðislega skyldu Google í þessum efnum, en fyrirtækið er það fyrsta sem kynnir tækni af þessu tagi fyrir hinn almenna notanda. Til að mynda hafa margir velt fyrir sér hvort viðbótinni sé skylt að tilkynna viðmælandanum að hann sé að ræða við gervigreind, eða hvort það yrði til þess fallið að fólk myndi einfaldlega ekki halda áfram með símtalið ef það vissi að ekki væri raunveruleg manneskja á hinum endanum.

Google hefur þó sagt í færslu á bloggsíðu sinni að Duplex sé einungis hugsað til þess að auka aðgengi að þjónustu og auðvelda upplýsingaöflun. Daglega noti fjöldi fólks Google til að finna opnunartíma eða aðrar upplýsingar en minni fyrirtæki séu oft með þessar upplýsingar óskráðar, og með Duplex sé hægt að gera fólki kleift að nálgast það með einu „símtali“. Séu upplýsingarnar of flóknar fyrir viðbótina mun notandinn fá tilkynningu og getur haldið áfram með símtalið sjálfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.