Lífið

Vestmannaeyjar í vinsælum morgunþætti

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í innslaginu fá áhorfendur að fylgjast með pysjubjörgun í Vestmannaeyjum.
Í innslaginu fá áhorfendur að fylgjast með pysjubjörgun í Vestmannaeyjum. Skjáskot
Pysjur í Vestmannaeyjum eru í aðalhlutverki í innslagi bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS sem sýnt var vestanhafs í gærmorgun. Innslagið var sýnt í þættinum Sunday Morning en ætla má að um 6 milljónir Bandaríkjamanna horfi á þáttinn í viku hverri.

Í innslaginu heimsækir sjónvarpsmaðurinn Lee Cowan Heimaey til að fræðast meira um pysjubjörgun eyjaskeggja. Þar ræðir hann til að mynda við líffræðinginn Erp Snæ Hansen sem tjáir þeim bandaríska um mikla fækkun sem orðið hefur í lundastofninum í Eyjum. Þá eru Sæheimar sóttir heim og fylgst með því þegar þangað er komið með pysju til vigtunar.

Að sjálfsögðu fær tökuliðið svo að fylgja heimamönnum er þeir keyra um bæinn að næturlagi í leit að ráfandi pysjum.

Innslagið úr Sunday Morning má sjá hér að neðan.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×