Umframeftirspurn eftir stofnframlögum fyrir ódýrara leiguhúsnæði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. apríl 2018 20:00 Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira
Umframeftirspurn er eftir stofnframlögum sem ætlað er að bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna og einstaklinga. Íbúðalánasjóður telur að auka þurfi fjármagn til uppbyggingar á leiguhúsnæði en uppbygging þess hefur tafist um allt að eitt ár frá því frá því ríkið fór að bjóða stofnframlög til byggingar á slíku húsnæði. Íbúðalánasjóður annast úthlutun stofnframlaga ríkisins til kaupa eða byggingar á almennum íbúðum til útleigu. „Það eru hugsaðar sem leiguíbúðir fyrir tekju- og eignaminni þar sem það er lögð mikil áhersla á að leiguverð fari að jafnaði ekki yfir 25% af tekjum þeirra sem búa í eigninni,“ segir Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs hjá Íbúðalánasjóði. Frá upphafi, eða síðla árs 2016, hefur 7,3 milljörðum verið úthlutað til kaupa eða uppbyggingar 1.325 íbúða, þar af tæplega 1.200 á höfuðborgarsvæðinu, 37 á Vesturlandi, 11 á Vestfjörðum, 52 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi og 44 á Suðurlandi. Um er að ræða Íbúðarhúsnæði á vegum sveitarfélaga, íbúðir fyrir öryrkja, sértæk búsetuúrræði fyrir fatlaða og leiguíbúðir þar sem sett eru skilyrði um tekju- og eignamörk. Mikil umframeftirspurn er eftir stofnframlögum en hingað til hefur ekki þurft að synja umsóknum um framlög á grundvelli fjárskorts. Lagt var upp með það að markmiði að byggja 3.200 íbúðir á sjö árum en að sögn Sigrúnar hafa tafir á þeim verkefnum sem hafa fengið úthlutun numið allt að einu ári, meðal annars sökum strangra skipulagsskilmála og skorts á verktökum. Þá sé óvíst hvort fjármagn dugi til að mæta eftirspurn.Sigrún Ásta Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá ÍbúðalánasjóðiVísir/skjáskot
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Telja enn að um stakt brot starfsmanns Múlaborgar sé að ræða Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Sjá meira