Handbolti

Arnór Þór skaut Bertischer aftur í deild þeirra bestu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór í leik með íslenska landsliðinu
Arnór í leik með íslenska landsliðinu vísir/ernir
Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer tryggðu sæti sitt í efstu deild í Þýskalandi með stórsigri á Wilhelmshavener í kvöld. Bergischer er á toppi næstefstu deildar með 58 stig.

Enn eru þó sjö umferðir eftir af deildarkeppninni en liðið í þriðja sæti, Lübeck Schwartau, er með 43 stig og getur því ekki náð Bergischer.

Arnór Þór hefur verið frábær í liði Bergischer í vetur og skorað ógrynni af mörkum í hverjum leik. Leikurinn í kvöld var engin undantekning og setti hann sex stykki. Hann er þó aðeins í öðru sæti á lista markahæstu manna deildarinnar, tveimur mörkum á eftir Sawas Sawas se mer með 230 mörk.

Sigur Bergischer var aldrei í hættu í kvöld, heimamenn leiddu 19-9 í hálfleik og fóru að lokum með þrettán marka sigur, 35-22.

Bergischer féll úr efstu deild á síðustu leiktíð en dvaldi ekki lengi við og er á leið aftur upp eftir að hafa unnið 29 leiki af 31 í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×